Fréttir

Tæming rotþróa í Skagabyggð

Gert er ráð fyrir að farið verði í að tæma rotþrær í sveitarfélaginu í næstu viku. Gert er ráð fyrir að tæma hjá öllum þar sem um fasta búsetu er að ræða en vilji þeir það ekki verður að tilkynna það til oddvita. Frístunda- og sumarhúsaeigendum stendur einnig til boða að fá tæmingu en það verður að tilkynnast til oddvita fyrir 1. ágúst 2023.