Tæming rotþróa í Skagabyggð

Áætlað er að tæma rotþrær í sveitarfélaginu í næstu viku. Gert er ráð fyrir að tæma hjá öllum þar sem um fasta búsetu er að ræða en vilji íbúar það ekki verður að tilkynna það til oddvita fyrir 1. ágúst 2023, sveitarfélagið stendur fyrir losun á 3ja ára fresti, komi til þess að losa þurfi rotþrær utan þess tíma ber viðkomandi allan kostnað af því en þessi losun verður samkvæmt gjaldskrá Skagabyggðar.   

Frístunda- og sumarhúsaeigendum stendur einnig til boða að fá tæmingu en það verður að tilkynnast til oddvita fyrir 1. ágúst 2023.

Tilkynningar skulu berast á netfangið skaga.byggd@simnet.is

Oddviti Skagabyggðar