Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Skagabyggð

GJALDSKRÁ
fyrir meðhöndlun úrgangs í Skagabyggð

1. gr.

Sveitarstjórn Skagabyggðar skal, skv. samþykkt nr. 1404/2023 um meðhöndlun úrgangs í Skagabyggð, innheimta gjald fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í sveitarfélaginu.

2. gr.
Íbúðarhúsnæði

Úrgangur frá íbúðarhúsnæði skal flokkaður í 7 flokka og er að lágmarki greitt gjald fyrir grunneiningu þriggja íláta við lögheimili. Grunneiningin samanstendur af ílátum fyrir plastefni, pappír og pappa og blandaðan heimilisúrgang. Til viðbótar skal safna lífrænum úrgangi, gleri, málmum og textíl.
Íbúar með fasta búsetu geta fengið moltugerðartunnu hjá sveitarfélaginu til þess að jarðgera lífrænan úrgang. Gleri og málmum verða íbúar að skila í grenndargáma á vegum sveitarfélagsins.
Gjöldin greiðast árlega sem hér greinir:


* Sorphirðugjald verður innheimt eftir núverandi kerfi samhliða fasteignaskatti 2024. Hægt verður að sækja um að skipta um stærðir á tunnum á árinu en nýtt gjald verður ekki innheimt fyrr en samhliða fasteignaskatti á árinu 2025. Innheimt verður breytingargjald (sjá 3. gr.) þegar óskað er eftir breytingu á skráningu. Einnig er innheimt tunnugjald og útkeyrslugjald við afhendingu nýrra tunna ef skipt er milli stærða. Sé tunnu skipt út fyrir aðra stærð er eldri tunna tekin upp í nýja tunnu, sé þess óskað, enda sé hún óskemmd. Verð eldri tunnu miðast við verð á nýrri tunnu að frádreginni afskriftarupphæð sem nemur 1/10 fyrir hvert ár sem liðið er frá því notkun hófst.

Komi íbúar sér saman um að heimili megi samnýta ílát er fast gjald 50.000 kr. per lögheimili sem fær leyfi til samnýtingar.
Umsýslugjald vegna breytinga er 3.500 kr.

Ofangreind gjöld skulu innheimt samhliða fasteignaskatti. Gjaldið nýtur lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

3. gr.
Aðrir gjaldaliðir (önnur gjöld)

Ef sorptunna/ílát skemmist eða hverfur vegna þess að það hefur ekki verið gengið nægilega vel frá því, t.d. undir skýli eða festingar vantar verður innheimtur raunkostnaður á hverja tunnu/ílát samkvæmt reikningi frá verktaka.
Sorptunnur/ílát sem geymd eru utanhúss skulu standa á fastri undirstöðu og vera þannig staðsettar að aðgangur að þeim sé greiður og af þeim geti ekki stafað óþægindi eða óþrifnaður fyrir umhverfið, sbr. 15. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 803/2023.


Tunnugjald/ílátsgjald og útkeyrslugjald greiðist við afhendingu nýrra tunna/íláta og ef skipt er milli stærða. Sé tunnu/íláti skipt út fyrir aðra stærð er eldri tunna/ílát tekið upp í nýja, enda sé hún óskemmd. Verð eldri tunnu/íláts miðast við verð á nýju að frádreginni afskriftarupphæð sem nemur 1/10 fyrir hvert ár sem liðið er frá því notkun hófst.
Umsýslugjald vegna breyttrar þjónustu er 3.500 kr. í hvert sinn sem óskað er breytinga. Á þetta við um breytingu á ílátum/tunnum, viðbótarílát eða breytta skráningu svo sem eins og samnýtingu á tunnum/ílátum.

4. gr.
Íbúðarhús án lögheimilisfesti og sumarhús/frístundahús

Gjald fyrir íbúðarhús án lögheimilisfesti og sumarhús/frístundahús sem ekki hafa grunneiningu sorpíláta, heldur aðgang að grenndarstöð er 29.040 kr. fyrir meðhöndlun úrgangs.

5. gr.

Gjalddagar sorphirðu- og sorpurðunargjalds skv. 2. gr. skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.  Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu gjaldsins.
Gjöld fyrir meðhöndlun og urðun úrgangs í Skagabyggð er heimilt að innheimta með fjárnámi í fasteign án tillits til eigendaskipta. Gjöldin njóta lögveðsréttar í fasteign næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.
Innifalin í gjaldinu er móttaka á öllum 7 flokkum heimilisúrgangs í þar til gerð söfnunarílát á
vegum sveitarfélagsins.

6. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af sveitarstjórn Skagabyggðar með stoð í 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi.Jafnframt fellur brott gjaldskrá sama efnis nr. 277/2023.
Gjaldskrá þessi miðast við vísitölu neysluverð í desember 2023 og er 608,3 stig og uppfærist samkvæmt breytingum ár hvert, fyrst í janúar 2025.


Samþykkt í sveitarstjórn Skagabyggðar, 11. janúar 2024
Erla Jónsdóttir oddviti
__________
B-deild – Útgáfudagur: 26. janúar 2024