Kosning um sameiningu Skagabyggðar og Húnabyggðar hefst í dag, 8. júní klukkan 12:00

Kosning um sameiningu Skagabyggðar og Húnabyggðar hefst í dag, 8. júní klukkan 12:00

Kjörstaður í Skagabúð verður opinn sem hér segir:

8. júní 2024 kl. 12:00 - 14:00

15. júní 2024 kl. 12:00 - 14:00

22. júní 2024 kl. 12:00 - 18:00

Kynningarefni um sameiningartillöguna er hægt að nálgast hér

Einnig verður í boði póstkosning

Sjái íbúi sér ekki fært að mæta á kjörstað á kjörtímabilinu er hægt að óska eftir því að greiða atkvæði sitt með póstkosningu. Slík beiðni skal berast í tölvupósti eða í síma og skal taka fram hvort kjörgögn eigi að berast til viðkomandi aðila í almennum bréfpósti eða í tölvupósti. Sé kosið í póstkosningu ber íbúi ábyrgð á að koma kjörseðli á kjörstað fyrir lokun kjörstaða, 22. júní 2024.

Tengiliðir vegna póstkosninga

Skagabyggð:
Bjarney Ragnhildur Jónsdóttir, bjarneyragnhildur@gmail.com
sími: 867-4566

Húnabyggð:
Katrín Benediktsdóttir, katrin@hunabyggd.is
sími: 455-4700

Talning atkvæða verður eftir lokun kjörstaða 22. júní 2024.