Íbúafundur 2. nóvember 2023

Ágætu íbúar, boðað er til íbúafundar í Skagabúð þann 2. nóvember 2023 klukkan 20:00.

Dagskrá:
  1. Úrgangsmál
  2. Önnur mál

Skagabyggð fór í útboð á árinu á sorphirðingu í sveitarfélaginu sem var 121% yfir kostnaðaráætlun.  Sveitarstjórn vill því eiga fund með íbúum þar sem nokkrar útfærslur verða kynntar og gefa íbúum tækifæri á að hafa bein áhrif á ákvörðun.  Samkvæmt lögum nr 103/2021 þá ber sveitarfélaginu að endurrukka allan kostnað vegna heimilisúrgangs.