Hefur þú kæri íbúi áhuga á því að kanna hagkvæmni á því að fá varmadælu?

Sveitarfélagið Skagabyggð er að vinna að því að fá ráðgjafa til þess að meta hagkvæmi þess að setja upp varmadælukerfi til hitunar á rafkyntu íbúðarhúsnæði í Skagabyggð. Velja hagkvæmasta varmadælukerfi (vatn-vatn, loft-vatn eða loft-loft) fyrir sérhvern stað og veita ráðgjöf varðandi mögulegar endurbætur á hitakerfi íbúðarhúsnæðis til að hámarka orkunýtingu.

Gert er ráð fyrir að ráðgjafi komi núna í vetur á hvert heimili sem þess óskar og fari yfir:

  • Aðstæður á þeim stöðum þar sem vilji er til uppsetningu á dælu
  • Henta aðstæður fyrir niðurgrafna varmasafnlögn (vatn í vatn) eða á að gera ráð fyrir „loft í vatn“ kerfi eða jafnvel „loft í loft“ kerfi
  • Skoða hugsanlega staðsetningu fyrir varmasafnlögn utanhúss
  • Meta einangrun húss og þéttleika
  • Finna staðsetningu fyrir dælu innanhúss
  • Verður ofnakerfi eða gólfhitakerfi í húsinu
  • Gera kostnaðaráætlun fyrir einstaka þáttakendur og verkefnið í heild
  • Gera áætlun um fjármögnun verkefnisins
    • Styrkur frá sveitarfélagi
    • Styrkur frá Orkustofnun
    • Önnur tækjafjármögnun frá fjármálastofnun

Þessi ráðgjöf verður íbúum Skagabyggðar að kostnaðarlausu og miðast það við ráðgjöf við íbúðarhús með lögheimilisfesti, aðrir geta fengið ráðgjöf á kostnaðarverði fyrir önnur húsnæði.  Í kjölfarið yrði síðan hver og einn að taka ákvörðun um það hvort halda skuli áfram. 

Í fjárhagsáætlun Skagabyggðar sem samþykkt var í desember 2024 var gert ráð fyrir að sveitarfélagið kæmi myndarlega að þessu verkefni en fyrst verður að liggja fyrir umfang þess.  Gert er ráð fyrir að hægt yrði að ráðast í framkvæmdir og ljúka þeim á árinu 2024. 

Hérna má nálgast ágæta grein um varmadælur en frekari upplýsingar veitir oddviti í gegnum netfangið skaga.byggd@simnet.is 

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku í verkefninu til oddvita fyrir 1. mars 2024 á netfangið skaga.byggd@simnet.is 

Erla Jónsdóttir

Oddviti Skagabyggðar