Byggðarmerki Skagabyggðar

Byggðamerki Skagabyggðar
Byggðamerki Skagabyggðar

Það má segja að Skagabyggð hafi fengið góða jólagjöf í ár, Birgir Breiðfjörð starfsmaður Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hannaði þetta fína byggðarmerki fyrir okkur og gaf okkur leyfi til þess að nota það að vild. Sveitarstjórn tók það fyrir á fundi sínum og samþykkti það sem byggðarmerki sveitarfélagsins. Færum við Birgi bestu þakkir fyrir þetta fallega merki.