Álagning fasteignagjalda 2023

 

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2023 eru nú aðgengilegir á island.is.

Á álagningarseðli koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, sorpeyðingargjald og sorphirðugjald þar sem það á við.

Gjöldin eru innheimt með 2 gjalddögum, annars vegar 1. maí og hins vegar 1. október nema þar sem gjöldin eru undir 50.000 kr þá innheimtast þau öll 1. maí.

Eindagi fasteignagjalda er 15 dögum frá gjalddaga.

Fasteignagjöldin eru til innheimtu í netbönkum og munu birtast í næstu viku.

Greiðslu- og álagningarseðlar fasteignagjalda eru nú einungis birtir rafrænt og ekki lengur sendir út á pappírsformi.

Nánari upplýsingar er hægt að sjá hér https://www.skagabyggd.is/is/stjornsysla/gjaldskra eða hjá oddvita Skagabyggðar